Hugbúnaðarverð á Íslandi

Eru tollar og á hugbúnaði fyrir tölvur? Mér finnst allavega ótrúlegt hve mikið hugbúnaður kostar hérna miðað við önnur lönd. Ég hef lengi verið að spá í að kaupa mér forritið Adobe Photoshop, mig langar að kaupa það í umbúðunum en ekki bara "downloada" því að heimasíðu framleiðandans. Samkvæmt síðunni hjá Adobe í bandaríkjunum kostar nýjasta útgáfan frá 649 dollurum (ca. 41þús.kr.), þá er verið að meina ef maður hleður henni niður af síðunni. Við þetta bætist sendingarkostnaður ef maður vill fá forritið sent til sín í umbúðum. Ég veit ekki hver kostnaðurinn myndi enda í ef maður myndi flytja það hingað til lands, líklega eitthvað um 60-70þús. Miðað við verðlista hjá Apple á Íslandi kostar það hvorki meira né minna en 90þúsund! Það er eldri útgáfan. Mér finnst það vera mjög mikill munur miðað við þennan 41þús. kall sem manni býðst forritið á ef maður býr í bandaríkjunum. Forritið er töluvert dýrara fyrir Bretland en þar kostar það um 71þús. kr íslenskar. Samt sem áður ódýrara en hér á landi. Hjá Nýherja er forritið enn dýrara en þar kostar það 95þús. kr. og ENN dýrara hjá Tölvulistanum, sem ég hélt að væru að reyna að vera ódýrir, þar kostar það 100þús!

Það var nú í fréttunum um daginn að nánast hvergi í heiminum er notað eins mikið af ólöglega fengnum hugbúnaði og hér á landi, mig minnir að við höfum verið í 4. sæti. En er það nokkuð skrítið þegar líklega hvergi í heiminum er hugbúnaður eins dýr og hér á landi? Mig langar mikið í þetta forrit en mig langar frekar til að "stela" því en að fara borga 90þús. kr. fyrir það!

Þetta er eitthvað sem má fara skoða!


Starf sýningarstjóra.

Gott fólk, þar sem ég er nú sýningarstjóri þá langar mig að forvitnast hve mikið almenningur veit um starf sýningarstjóra með því að vera með kannanir hér á síðunni minni. Mig langar í framtíðinni að vera með greinar hérna um starfið svo að fólk geti kynnt sér þetta spennandi starf.

Ég ætla að byrja á því að spyrja á hvaða formi kvikmyndir eru sýndar á í flestum kvikmyndahúsum í dag. Könnunin er hér á aðalvalmyndinni til vinstri.

Ef þig hafið einhverjar spurningar þá endilega spyrjið og ég mun reyna að svara þeim eftir bestu getu.

Kveðja, Sverrir Daði Þórarinsson


Nýr bloggari!

Ég vil nú bara byrja á því að hrósa mbl.is fyrir að vera með frábæra heimasíðu, mér finnst mjög sniðugt að það skuli vera hægt að tjá sig um fréttir hér á síðunni ásamt því að geta komið með sínar eigin skoðanir á eigin blogg-síðu!

Ég er tiltölulega nýr í þessu þó svo að ég sé hálfgert "tölvunörd", en ég vonast til að vera duglegur að tjá mig um ýmislegt hérna á síðunni minni. Wink

Kveðja, Sverrir Daði Þórarinsson


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband